Steinn Steinarr og tónlistin
Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn og tónskáld hafa flutt og/eða samið tónverk við ljóð Steins í gegnum tíðina. Brautryðjandinn má segja að sé Hörður Torfason með plötu sinni Hörður Torfason syngur eigin lög sem var hljóðrituð árið 1970 en þar má finna tvö lög Harðar við ljóð eftir Stein; Lát huggast barn og Gamalt sæti. Platan markaði ákveðin tímamót í íslenskri tónlistarsögu, hún er að því best er vitað fyrsta platan sem tekin var upp í stereo (víðómi) hér á landi og er talin vera fyrsta íslenska söngvaskáldsplatan.
Lög við ljóð Steins í flutningi ýmissa tónlistarmanna
Ellen Kristjánsdóttir
Passíusálmur Nr. 51
Af plötunni Heimurinn og ég — Lög við ljóð Steins Steinarr (1998) Lag: Jón Ólafsson. Útgefandi: Spor
Freyjukvartett
Sumar við Sjó
Flutt á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Lag: Sunna Gunnlaugs. RÚV 2018
Hörður Torfason
Lát huggast barn
Af plötunni Hörður Torfason syngur eigin lög (1971). Útgefandi: SG Hljómplötur
Ýmsar safnplötur og tónverk tileinkuð ljóðum Steins
Ýmsir flytjendur
Steinn Steinarr — Aldarminning
Útgefandi: Íslenskir tónar (2008). Flytjendur: Ragnar Bjarnason & Björgvin Halldórsson, Helgi Björnsson, Bergþóra Árnadóttir, Þokkabót, Valgerður Guðnadóttir, Ingibjörg Ingadóttir, Páll Rósinkrans, Mannakorn, Valgeir Guðjónsson, Páll Óskar, Hörður Torfa, Kristbjörg Karí, Pálmi Gunnarsson, Jóhann Helgason, Hjálmar, Magnús Eiríksson & KK, Eiríkur Hauksson, Ellen Kristjánsdóttir, Stefán Hilmarsson, Edda Heiðrún Backman, Þorsteinn Einarsson, KK, Hildur Vala og Bjartmar Guðlaugsson.
Ýmsir flytjendur
Ferð án fyrirheits
Útgefandi: Sögur Útgáfa (2008). Flytjendur: KK, Þorsteinn Einarsson, Hildur Vala Einarsdóttir, Helgi Björnsson, Ellen Kristjánsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson.
Ýmsir flytjendur
Heimurinn og ég
Útgefandi: Spor (1998). Flytjendur: KK & Magnús Eiríksson, Helgi Björnsson, Ellen Kristjánsdóttir, Björn Jörundur, Páll Rósinkrans, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir, Pálmi Gunnarsson og Edda Heiðrún Backman.
Atli Heimir Sveinsson
Tíminn og vatnið
Útgefandi: cpo (2002). Flytjendur: Kammersveit Reykjavíkur, Paul Zukofsky, Sverrir Guðjónsson, Bergþór Pálsson og Marta G. Halldórsdóttir.
Jón Ásgeirsson
Tíminn og vatnið
Útgefandi: Iceland Music Information Centre (2008). Flytjendur: Kammerkór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar.